Fyrir notendur
Stillingar.is hjálpar fólki sem á erfitt með að lesa vefsíður (t.d. vegna lesblindu eða sjónskerðingar) að tilgreina hvernig texta því þykir þægilegast að lesa. Hægt er að velja liti, stafagerð, leturstærð, bil á milli lína og fleiri slík atriði.
Þeir vefir bjóða tengingu við Stillingar.is, sýna það með því að birta táknið .
Í fyrsta skipti sem þú smellir á opnast síðan Mínar Stillingar í sjálfgefnu útliti; gulur texti á bláum grunni. Eftir að þú hefur valið og vistað þínar stillingar færist þú aftur yfir á viðkomandi vefsvæði og það ætti nú að taka mið af þeim litum og letur-stillingum sem þú tilgreindir.
Þú getur breytt stillingunum þínum hvenær sem er.
Virknin í stuttu máli:
- Tákn Stillingar.is sýnir að vefur býður upp á þjónustuna.
- Þegar fyrst er smellt á hnappinn birtast sjálfgefnir litir.
- Með því að smella aftur má velja eigin stillingar og vista þær.
- Sömu stillingar má svo kalla fram á öðrum vefsvæðum.
Athugið
Stillingar.is vistar stillingarnar þínar á hverri tölvu fyrir sig, því þarft þú t.d. að stilla Mínar Stillingar bæði á heimilistölvu og vinnutölvu.
Stillingarnar eru vistaðar í svokallaðri "smáköku" (e. "browser-cookie") og ef þú hreinsar slíkar skrár þarftu að velja stillingarnar aftur. Ef þú notar nokkra ólíka vafra (t.d. Internet Explorer, Firefox, Chrome eða Safari) er hver þeirra með eigin "smákökur", jafnvel þótt þeir séu á sömu tölvu.
Það er í höndum hvers og eins vefsvæðis að ákveða hvernig það vill koma til móts við þínar óskir um útlit textans. Stillingar.is stjórnar ekki útliti neinna vefsvæða, heldur miðlar bara þínum óskum.
Stillingar.is safnar engum persónulegum upplýsingum um þig.